Re: Svar:klifur í dag

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur klifur í dag Re: Svar:klifur í dag

#55014
Jokull
Meðlimur

Varðandi ofangreinda leið í Múlanum að þá var hún víst klifinn fyrir einhverjum 20 árum af nokkrum orginal harðjöxlum frá Dalvík. Þessir kappar gerðu sér einning lítið fyrir og klifruðu Míganda WI4-5 sem er vatnsmesti fossinn í Múlanum, um 1 km norðan við þessa línu sem er fínasta WI4 plús eða mínus eftir aðstæðum. Alskonar nöfn hafa verið á henni í gegnum árin. Það hefur verið mjög mikið klifrað af nýjum leiðum í Múlanum undanfarnar vikur sem ég hef reynt að halda samviskusamlega utanum og mun pósta hér um leið og hlýnar…….

Jökull