Re: Svar:klifur í dag

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur klifur í dag Re: Svar:klifur í dag

#54971
SkabbiSkabbi
Participant

Við Gulli granít og frýr renndum inní Kjós í blíðviðrinu í morgun. Klifruðum Spora, sem er svosem ekki frásögum færandi nema hvað hann er tekinn að veðrast af gengdarlausri umferð undanfarnar vikur. Það er orðið hægt að klifra nánast allan fossinn án þess að höggva nokkurntíman, bara húkka í götin. Ekkert að því náttúrulega.
Gegnt Spora, hinummegin í dalnum hefur myndast ansi myndarlegur foss, á að giska tvær spannir. Þegar við ókum á brott sáum við tvo menn (eða konur, eða sitthvort) klifra þennan ónefnda foss. Væri fróðlegt að heyra hvernig sú vegferð fór.

Allez!

Skabbi