Re: Svar:klifur í dag

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur klifur í dag Re: Svar:klifur í dag

#54961

Gleðilegt nýtt ár!

Ég fór í dag ásamt Sigga félaga mínum að klifra í Vallárgili. Aðstæður voru mjög góðar og veðrið líka. Við klifruðum neðri fossinn nokkrum sinnum en munum kíkja fljótlega aftur á þann efri.

Ísinn var harður og mér fannst neðri fossinn byrja þægilega en seinni helmingur hans var nokkuð erfiður.

Skabbi (þar sem þú varst þarna fyrir stuttu), hvernig myndir þú gráða neðri fossinn? en þann efri?

Ef einhver hefur reynslu af ísklifri í gilinu ofan við trjáreitinn í Úlfarsfelli væri gott að fá upplýsingar. Mig langar að kíkja þangað á morgun eða e-ð kvöld í næstu viku ef ég finn klifurfélaga.

Kv.
Arnar