Re: Svar:klifur í dag

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur klifur í dag Re: Svar:klifur í dag

#54947
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Fór í árlegt brottflutta-norðanmanns-ísklifrið á Eyjafjarðarsvæðinu í gær. Með í för voru Eiki Tvíbbi, Jökull Bergmann, Freysi formaður, Gregory hinn fránski og spúsa hans.
Ólafsfjarðarmúli naut nærveru okkar þennan daginn og var það vel. Fórum tvær nýjar leiðir og ein eldri frá í fyrra (Hart í bak, WI4/M4) var endurtekin ítrekað. Góður slurkur af ís og bjartur hressandi dagur í -12°C við sjávarsíðuna varð raunin…
Myndir væntanlega á næstunni.