Re: Svar:Ég er að leita mér að ísklifur skóm.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ég er að leita mér að ísklifur skóm. Re: Svar:Ég er að leita mér að ísklifur skóm.

#54449
Gummi St
Participant

Hæbb,

Ég hef verið að nota Freney, en þeir eru rosalega þröngir á alla kanta. LaSportiva IceEvo var ég að nota dáldið líka, þeir eru aðeins rýmri, en eru frekar fyrir lengri lappir og mjóar, þó ekki eins mikið og Scarpa Freney. Eftir að ég fékk mér hinsvegar LaSportiva Nepal Extreme er ég nánast ekki í öðru, ég held að þú eigir klárlega að fara og máta svoleiðis, mátt prufa mína ef þú notar nr. 47 eins og ég.

Þeir eru einnig hrikalega sterkir, það stórsér á Freney skónum mínum og vel á Ice Evo, en þrátt fyrir að ég hafi notað NepalExtreme skóna meira eru þeir alveg gallharðir enn.

Annars er önnur hugmynd ef lappirnar á þér eru mjög afbrigðlegar, að kaupa vel rúma skó og láta smíða fyrir þig innlegg sem laðar skóna að þínum þörfum, pabbi lét gera þetta við Freney skóna mína og hann segir að þeir séu nú snilld.

kv. Gummi St.