Re: Svar:Bakpokar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Bakpokar Re: Svar:Bakpokar

#54526
Siggi Tommi
Participant

Leitaði lengi en þessum létta snilldar klifurpoka sem væri samt „nógu stór“. Þyngdin var samt aðal fítusinn sem ég vildi leggja áherslu á.
Endaði á BD Jackal, 42L held ég að hann sé.
1,3kg og nógu stór fyrir næstum allt (jafnvel myndavél Gollum :), lítið af fítusum en samt skíðastrappar og topphólf.
Nógu þægilegur fyrir milliþyngdir en strípaðar og því ekki góður fyrir lengri og þyngri túra (enda ekki hannaður í það).
Eini gallinn sem ég veit um er að topphólfið er fast. Hefði verið næs að geta hækkað og lækkað það, helst geta tekið það alveg.
Get hiklaust mælt með honum. Frábær í ísklifur.