Re: Svar:Bakpokar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Bakpokar Re: Svar:Bakpokar

#54522
Skabbi
Participant

Guðlaugur Ingi Guðlaugsson mælti:

Quote:
… einn fyrir allt gengur auðvitað ekki upp.

Amen!

Síðast þegar ég keypti ísklifurpoka lagði ég af stað með hugmyndir um 30-35 lítra en endaði í BD Predator 55L. Ástæðan? Ég varð gráðurgur, hélt að ég gæti fengið einn poka sem væri góður í ísklifrið, fjallabröltið, lengri og skemmri vetrarferðir… Niðurstaðan? Poki sem er of stór fyrir ísklifur, allavega fyrir titt eins og mig. Það er reyndar mjög þægilegt að ganga með hann og pakka í hann en þegar klifrið er orðið bratt er hann bara óþægilegur, liggur hátt og rekst í hjálminn.

Atriði sem ég myndi hafa í huga fyrir ísklifurpoka:

– góðar axafestingar
– system til að festa brodda
– vasi fyrir vatnsblöðru getur komið sér vel („hydration is key!“)
– lok sem hægt er að taka af
– grönn mittisól
– ekki stærri en 40L og léttur eftir því
– krúsjalt að hann liggi ekki of hátt og hindri hreyfingar höfuðsins

Ef ég hefði efni á að fá mér nýjan poka myndi ég skoða þessa poka mjög vel.

Allez!

Skabbi