Re: Svar:Bakpokar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Bakpokar Re: Svar:Bakpokar

#54518
gulli
Participant

Sælir …

Maður verður auðvitað að eiga amk 4 bakpoka til að geta gert hlutina almennilega :) … einn fyrir allt gengur auðvitað ekki upp.

Ég er að nota svona:
http://www.travelcountry.com/shop/north-face/expedition-technical-backpacks/north-face-spire-38-back

38 lítra, Siggi Tópó sagði að það væri of lítið og ég myndi sjá eftir því en það er kjaftæði, fín stærð nema ef maður tekur myndavélina með og vill troða henni í pokann.

Hann er léttur, góðar axarfestingar (blöðin renna inn í pokann), hækkanlegt topphólf sem hægt er að taka af setja í pokann þegar allur gírinn er farinn úr og poki fyrir vatn.

Eina sem ég vildi bæta við hann væru stærri smellur (erfitt að eiga við litlar þegar manni er skítkalt) og broddafesting utan á. Kannski hægt að vera með betra bak system svo maður svitni minna.

Það er alltaf gaman að pæla í þyngd, Gadd segir að allt yfir 3 lbs. fyrir ísklifur sé algert bull. Tékkaðu á þessu:
http://www.prolitegear.com/site/xdpy/ssg/Backpacks/Packs:%20Med.%20Volume.html