Re: svar: Wet´n cold.. – Bratti viðgerðir og kyndingarmál

Home Umræður Umræður Almennt Wet´n cold.. Re: svar: Wet´n cold.. – Bratti viðgerðir og kyndingarmál

#49152
0405614209
Participant

Stjórninni barst um daginn erindi frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar þar sem nokkrir félagar sveitarinnar af fádæma höfðingsskap bjóðast til að laga heilmargt í Bratta. Erindinu var að sjálfsögðu vel tekið og væntanlega leggjast þeir í framkvæmdir á næstu dögum.

Stjórnin er að vinna í kabyssumálum fyrir bæði Bratta og Tindfjöll. Búið er að sækja um styrk hjá einum af bönkunum og svör væntanlega næsta þriðjudag (16.11.04). Ef allt gengur upp þá verða komnar upp olíukyndingar í báða skálana öðrum hvorum megin við áramót.

Kveðja
Halldór formaður