Re: svar: viðgerðir á Tindfjallaskála um helgina?

Home Umræður Umræður Almennt viðgerðir á Tindfjallaskála um helgina? Re: svar: viðgerðir á Tindfjallaskála um helgina?

#52061
Karl
Participant

Fór ásamt Guttormi yfirsmið í Tindfjöll á sunnudag.

Skipt var um járn á austanverðum suðurvegg. Veggurinn sjálfur var þéttpakkaður af snjó enda var ein járnplatan fokin af honum.

Suðurglugginn var glerjaður og gengið frá opnanlega faginu.

Gengið var frá nýrri innihurð og skálanum læst.

Brotni hringurinn á eldavélinni var tekinn í bæinn og stendur til að koma honum á Rennijón til endurgerðar

Ég legg til að komið verði upp sérstakri síðu fyrir báða skálana.
Þar má birta myndir og gera grein fyrir ástandi og viðhaldi. Einnig er gott að þeir sem koma í skálana setji inn nokkrar línur eftir heimsóknir.

Kalli