Re: svar: Var að berast – notum hjálma

Home Umræður Umræður Almennt Var að berast – notum hjálma Re: svar: Var að berast – notum hjálma

#50698
2911596219
Meðlimur

… nema í topprope, hvað meinarðu?

Svona til að styðja þessa spurningu mína þá get ég upplýst það að í sumar vorum við, ég og félagi minn, að klifra í Gígjöklli og festum í topprope.

Það er engum blöðum um það að flétta að hefði ég ekki verið með hjálminn á höfðinu í klifrinu, þá væri ég ábyggilega ekki að skrifa þessa grein.

Það sem skeði var einfaldlega það: að í miðju príli þá losnaði önnur ísöxin úr, og var það einmitt sú öxi sem ég var með allan þungan á, og skiptir það engum togum, að hún hreinlega dúndrast af miklu afli í höfuðið á mér, en þar var sem betur fer hjálmurinn …

Svona til gamans, þá var ég töluvert lengi, eftirá, að spá í það hvernig það hefði farið ef ég hefði ekki verið með hjálminn – það hefði allavega ekki litið vel út, svo mikið er víst.

… ég hef nefnilega gerst sekur um að klifra hjálmlaus – en aldrei aftur!