Re: svar: Var að berast – notum hjálma

Home Umræður Umræður Almennt Var að berast – notum hjálma Re: svar: Var að berast – notum hjálma

#50696
1704704009
Meðlimur

Þetta er í sjálfu sér ágætis ábending. Margir eiga „hjálmasögu“ í pokahorninu og geta vitnað um gagnsemina. Það er hins vegar lítið um að hjálmar séu notaðir á vissum klettasvæðum þar sem hrunhætta er talin nánast engin. Vera kann að myndir af því virki glannalega á fólk.

En að fara hjálmlaus í ísklifur og fjallaklifur er náttúrlega svo glórulaust að það tekur engu tali. Samt hefur það gerst. Þeir sem „gleyma“ hjálminum sínum eiga auðvitað að sætta sig við orðinn hlut og bíða í bílnum. Slys eru ekki einkamál fórnarlambsins heldur vandamál allra í hópnum. Að skrifa út ávísun á slys með annarri eins vítaverðri vanrækslu er hrein og klár ógnun við hópinn. Kannski ágætt að skerpa á þessari umræðu nú í vetrarbyrjun. Það er talsverð nýliðun í gangi (fjöldamet á byrjendanámskeið í ísklifri í fyrra og nemendur sópast nú á fyrirhugað námskeið í nóv.)

Það er því alveg ástæða til að standa saman um það í Ísalpfjaölskyldunni okkar að hamra á örygginu. Það tapar enginn á því.