Re: svar: Vallárgil í Esju

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Vallárgil í Esju Re: svar: Vallárgil í Esju

#53417
1610573719
Meðlimur

Málið er að ef menn skoða fortíðina grant þá er þetta sennilega einn besti ísvetur á öldinni. Maður þarf að fara vel aftur fyrir 2000 til að finna þannig vetur. Menn eru ansi fljótir að gleyma veðurfari. Hér áður fyrr áður en Múlafjallið varð leiksvæði klifrara voru menn að hópast í Búhamrana. Undanfarin ár hefur verðurfar ekki leyft slíkt nema með fáeinum undantekningum. Það er hægt að benda mönnum á leiðina Anabasis sem er í Vesturbrúnum vinstra megin við Heljareggina. Þetta er ágætis alpaleið sem hefur ekki verið mikið farin undanfarin ár.