Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Vaðlafjöll › Re: svar: Vaðalfjöll
Það er ekkert mál að keyra upp að þessu þ.e.a.s ef þið eruð ekki á low profile Bens eða öðru viðlíka. Beint á móti afleggjaranum að Reyhólum er slóð upp í hlíðina sem hægt er að keyra með lagni á fólksbíl. Þar er einnig smá laut sem hægt er að gista í. Annars mæli ég hiklaust með tjaldstæðinu hjá Mumma frænda í Bjarkarlundi. á Reykhólum er líka fínt tjaldstæði en þar blæs heldur meira en sundlaugin er eðal.
Austuhliðin á klettinum er mökkuð í skófum en það gengur svo sem að klifra léttar leiðir þar. Á norðurendanum eru hins vegar langar dótaleiðir sem eru hreinar og fínar, en þar er að sjálfsögðu heldur kaldara. Nú svo er það vesturhliðin sem er í raun botninn á stuðlunum ef svo má segja. Sú hlið snýr á móti seinnipartssólinni líkt og Valshamar. Þar eru yfirhangandi leiðir í röðum. Eitthvað af þeim var klifrað í ofanvað af Trulla, Snævarri og co hér á árum áður.
Ég kannast nú ekki við að þetta sé friðað, alla vega er ekki hægt að finna neitt um það í náttúruminjaskrá. Eignahaldið er réttast að tékka í frændgarðinum.
jh