Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Vaðlafjöll › Re: svar: Vaðalfjöll
Ég var þarna um helgina og þetta er eðal. Sunnan megin er hægt að fara endalaust af dótasprungum sennilega frá 5.4 og alveg uppí 5.9. Sumar eru vel yfir 50m á lengd. Þeim megin eru klettarnir hvergi alveg lóðréttir og nokkuð grónir skófum en sprungurnar sjálfar hreinar.
Hinum megin á gígtappanum eru hinsvegar möguleikar fyrir erfiðar sportleiðir. Þarna er flottasta slútt á landinu, (sjá mynd í seinasta Ísalp blaði) sennilega um 35° og ca 25m þar sem það er hæst. Veggurinn þeim megin er eins og hlaðinn en maður horfir á endana á stuðlunum. Stuðlarnir eru alveg þéttir saman og því ekki möguleiki að tryggja með dóti þeim megin. Þarna hefur ekkert verið boltað. Þarna er hinsvegar hægt að setja upp flottustu sportleiðir á landinu (amk sem ég hef séð til).
Ætli það þyrfti ekki að fá leyfi hjá einhverjum ef menn ætla sér að bolta þarna. Gígtappinn er örugglega friðaður og náttúruvætti og alles.