Re: svar: Útgerð á kostnað áhugamanna

Home Umræður Umræður Almennt Útgerð á kostnað áhugamanna Re: svar: Útgerð á kostnað áhugamanna

#49113
2005774349
Meðlimur

Það virðast fæstir taka ábyrgð á sjálfum sér á þessu síðustu og verstu/bestu tímum.
Alla vega eru ansi margir sem vilja láta aðra taka ábyrgð á ruslinu sínu á Hnappavöllum og skilja það bara eftir.
Það eru ekki kindurnar á völlunum sem gleypa ruslið.
Það eru þeir sem mest klifra á Hnappavöllum (reyndar keyra þeir yfirleitt ruslið í bæinn) og láta sér umgengni þar einhverju varða.

Meiri hlutinn af þeim augum, boltum og akkerum sem á Hnappavöllum eru eru kostaðir af örfáum (Bjössa, Stebba og Árna Gunnari).
Minniminnihlutinn er kostaður af Ísalp.

Allir sem ganga vel um hljóta að vera velkomnir á Hnappavelli,
en það verður að halda þeim rólegheitum sem hefur ríkt þar áfram. Einnig verður að viðhalda þeim velvilja sem bændurnir hafa auðsýnt okkur klifrurum.
Það gerum við best með góðri umgengni og virðingu við staðinn.

Annars gæti einhverjum dottið í hug að banna klifur þar eða eitthvað álíka óskemmtilegt.

Hjalti Rafn.