Re: svar: Út að leika

Home Umræður Umræður Almennt Út að leika Re: svar: Út að leika

#52340
0801667969
Meðlimur

Jú opnar kl. 14. Dúnúlpan sem ég keypti af Leifi á basarnum nú í haust svínvirkar. Hér er dúnalogn og 15 stiga frost. Svínhált og harf færi víðast utan brauta.

Sólarupprásin er hreint mögnuð hér upp á Fjalli. Útsýnið svíkur engan. Eyjafjallajökull og hinir Suðurjöklar blasa við. Vestmannaeyjar og Surtsey virðast í seilingarfjarlægð. Norðar er svo Hekla, Skjaldbreiður, Þóris-og Eiríksjökull. Snæfellsjökull kemur skýrar inn með kvöldinu. Það eru svona morgnar sem halda manni gangandi.

Kv. Árni Alf.