Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

Home Umræður Umræður Almennt Upptökur á batman í skaftafelli Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

#48532
Siggi Tommi
Participant

Þetta er hið fáránlegasta mál og ég ekki sáttur við að vera bolað þarna burt.
Að einhver öryggisfulltrúi hóti að senda á mann her lögfræðinga frá Holviðarhæðum af því einhverjir peningakallar hafi borgað yfir 100 millur fyrir að mynda á okkar auma landi. Auðvitað er það hið besta mál að menn komi hingað með peninga og vonandi eykur þetta áhuga erlendis á landinu, en háttalag þessara plebba var alveg út af kortinu.
Síðan þegar maður reynir að rengja þetta þá svarar liðið bara með því að við séum bara fífl að þurfa endilega að fara upp á þessum ákveðna stað, að það sé nóg af öðrum fjöllum og jöklum á landinu. Síðan fannst guttanum alveg sjálfsagt að ég veldi mér bara einhverja aðra helgi til að tölta þarna upp því þeir voru jú þarna BARA í 4 vikur!!
Frekar dularfullt allt saman…
Kannski reiðir íslenskir fjallamenn verði næsti óvinaher blóðsugumannsins!