Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

Home Umræður Umræður Almennt Upptökur á batman í skaftafelli Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

#48531
1410815199
Meðlimur

Lenti í þeim fyrir um 2 vikum síðan. Þá í nákvæmlega eins gaur og Robbi og félagar lentu í.

Einhver jólasveinn hljóp útúr húsbíl og sagðist hafa lokað jöklinum allri almennri umferð.
Það varð úr að við fórum upp að jöklinum fyrir ofan Freysnes og gengum í raun fyrir ofan settið hjá Batman og co. En það var samt allt í lagi!
Maður nennir nú ekki að gera mikið mál úr þessu en maður ætti í raun að gera það. Það er með öllu ólíðandi að einhverjir einkaaðilar meini ferðafólki aðgang að svæði sem er almenningur og ógirt. Hvort sem landeigendur hafi veitt þeim eitthvert leyfi til að mynda eður ei.

Hvað um það þeir eru farnir og koma vonandi ekkert aftur.