Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

Home Umræður Umræður Almennt Upptökur á batman í skaftafelli Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

#48548
0405614209
Participant

Jæja.

Umræðan er komin í gang og það er gott. Ég vil byrja á að benda mönnum á að það er auglýstur dagskrárliður hjá Ísalp 31.mars undir yfirskriftinni „Félagsfundur – umræðukvöld: Slys á fjöllum – umræður og fyrirbyggjandi aðgerðir“. Eflaust verða einhverja umræður á fundinum um Skálafellsjökulsmálið og það er bara fínt.

Hitt er svo annað að þegar farið er út í „lokanir“ á svæðum þá finnst mér eðlilegt að slíkt sé auglýst á einhvern hátt og viðkomandi félögum send tilkynning. Menn geta verið búnir að undirbúa leiðangra í langan tíma og koma svo að lokuðum dyrum og mæta engum skilningi.

Auðvitað láta menn sína nánustu vita af því hvað verið er að fara að gera og reyna sem best að fara eftir ferðaplaninu. Hitt er svo annað að menn geta svo verið að þvælast um og leita að t.d. ísklifurleiðum og þá er erfitt að vera að hringja út og suður til að tilkynna t.d. þjóðgarðsverði eða öðrum um að hætt sé við að fara í þennan dal og stefnan sé að fara frekar í þetta eða hitt gilið.
Um stærri leiðangra eins og t.d. skíðaleiðangra á Vatnajökul er sjálfsagt að láta vita um og tilkynna fyrirhugaða leið og hvernig fjarskiptum verður hagað.

Það fara líklega nokkurhundruð manns á Hvannadalshnúk á hverju ári – göngumenn, vélsleðamenn og jeppamenn – það er ógjörningur að fylgjast með þessu og ætlast til þess að menn tilkynni ferðina og svo tilkynni aftur þegar þeir eru komnir niður. Þetta yrði einfaldlega of flókið í framkvæmd.

Menn verða auk þess að vera það ábyrgir fyrir því sem þeir eru að gera að vera ekki að þvælast í leiðir eða fjöll sem eru þeim ofviða. Það þarf ekki opinbert eftirlit eða aðra stjórnsýslu til að ákveða slíkt fyrir menn.

Gjaldtaka fyrir aðgengi að hálendinu eitthvað sem við eigum ekki einu sinni að byrja að tala um.

Með bestu kveðju
Halldór Kvaran
formaður Ísalp