Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

Home Umræður Umræður Almennt Tröppur í klettunum í Esjunni!!? Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

#49975
Jón Haukur
Participant

Svo lengi sem svona framkvæmdir eru snyrtilega útfærðar og á fjölförnum stöðum, þar sem þeirra er þörf og eru þannig séð hálfgerðir göngustígar sé ég ekki annað en að þetta sé hið besta mál. Ef ævintýrin eru málið, þá er hægur vandi að sækja þau eitthvað annað en í Þverfellshornið. Þetta var sett upp á vegum Ferðafélagsins í sumar.

Ef að einhverjir óvitar eru að munda slípirokkinn, þá ættu þeir ef til vill að hugsa fyrst um alla boltana sína, sem eru settir upp í nákvæmlega sama tilgangi, nefnilega að auðvelda aðgengi í víðum skilningi þess orðs. Fjölmargir hafa lent í brasi þarna í gegnum árin og hafa björgunarsveitir eða aðrir babúkallar átt ófáa labbitúra að sækja e-h skakklappir.

Kókópuffsfólkið getur ekki verið að gráta yfir fáum boltuðum leiðum og bölsótast yfir e-h öðru á meðan, sem sé eitt sport hefur verla meiri rétt en annað…

jh