Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

Home Umræður Umræður Almennt Tröppur í klettunum í Esjunni!!? Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

#49990
1704704009
Meðlimur

Ég ætlaði að ræða um Cocopuffs fyrr í dag en vinnan var eitthvað að trufla mig. Nú gríp ég tækifærið.

Þannig er að Cocopuffs kynslóðin er ekki alveg fædd í gær. Ég man til dæmis þá daga í kringum 1980 er ég var 10 vetra gamall að þá borðaði ég morgunmatinn heima hjá Sigga vini mínum annan hvern sunnudag. Varla þarf að taka fram að það var Cocopuffs á diskunum okkar. Ég þekkti engan í bekknum sem fékk Cocopuffs á hverjum degi. En eittvað mun hafa verið um að börn fengju Cheerios eða Lucky Charms oftar. Á flestum heimilum var þó borðað Cornflakes eða OTA haframjöl. Ég minnist þess einstaka sinnum að hið marglita morgunkorn Trix hafi rekið á fjörur mínar í æsku. Þetta voru eins og bragðgóðir demantar. En hvar er Trix í dag?