Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

Home Umræður Umræður Almennt Tröppur í klettunum í Esjunni!!? Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

#49987
Jón Haukur
Participant

Það er aldeilis að menn eru komnir upp á tærnar, sem er svo sem hið besta mál ef það verður til að lífga þessa dauðyflislegu umræðusíðu við, en að málefninu.

Punkturinn er einfaldlega sá að meðan að við, þ.e. klifursamfélagið stöndum fyrir því að bolta kletta til að auðvelda aðgengi að klifurstöðum, þá erum við á hálum ís við það að gagnrýna önnur samtök í útivist sem eru á sama hátt að auðvelda aðgengi að sínu sporti. Aðalatriðið rétt eins og boltun er að svona framkvæmdir séu snyrtilega útfærðar og það sé einhver skynsemi í þeim.

Get því miður ekki úttalað mig um boltun í Stardal eða fundi þar um, þar sem ég hef ekki fylgst með þeirri umræðu upp á síðkastið eða verið á fundum þar um, hvað þá heldur tjáð mig um hvort téður retro vilji flokka sig sem ákveðið morgunkorn eða eitthvað annað. Málið er eins og kom fram hér að ofan, þá geta klifrarar ekki verið krumpaðir yfir því að gönguklúbbur setji upp keðju í fjalli meðan að við erum að bolta, í mínum huga er þetta nákvæmlega sami hluturinn, innan skynsamlegra marka…

Nú og varðandi Stardal, er ekki orðin full sátt um að bolta Stiftamtið og þar með orðinn friður um málið? Alla vega klagar það ekki upp mig.

Ætli maður myndi nú ekki samt hiksta dálítið þegar að Óliraggi mætir með rúllustigann í dalinn, en svo myndi maður örugglega fá sér bunu á endanum.

jh
einusinni klifrari sem borðar morgunmat og notar skó nr. 41