Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

Home Umræður Umræður Almennt Tröppur í klettunum í Esjunni!!? Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

#49986
0311783479
Meðlimur

Kókopuffs-menn og konur eru vel skilgreindur hópur fólks í fjallamennsku á íslandi. Þetta eru menn á borð við undirritaðann, vilja hafa allt auðveldara en var í gamla daga, þegar brautryðjendur riðu um héruð. (…eða eiginlega allir sem koma í fjallamennskuna seint á 10.áratugnum)

Bjöggi ekki taka þessu alvarlega þetta er bara einn af mörgum háðsglósum & brandörum Jón Hauks. Hann meinar þetta alls ekki illa, svona partur af „ungur nemur – gamall temur“. Þetta er partur af góðlátlegu gríni.

Ég persónulega hef stórkostlega gaman af þessari kynslóða klassifikeringu. T.d. var okkur kókópuffs mönnum núið því um nasir að vera latir að nenna ekki að rífa okkur upp um 5-leytið þegar Ívar hélt ís-festival í Austurárdal um árið; morgunstund gefur gull í mund! Mér fannst stórkostlegt hvað Jón Haukur gat tautað um það út þann daginn.

Svona til að alhæfa þá er nú sjalda verið að drulla á alvarlegum nótum yfir einn eða neinn á þessari umræðusíðu síðan vefmeistarinn bannfærði Dúllarann fyrir fyrir blautlegar flimtur um sambýliskonu Ívars.
Þetta er nú bara mest til gamans þegar ekki verið að ríporta um grafalvarleg mál á borð við ísaðstæður eða mjallarfall fyrir norðan.

kv.
Halli