Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

Home Umræður Umræður Almennt Tröppur í klettunum í Esjunni!!? Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

#49972
1704704009
Meðlimur

Að taka ævintýrið úr fjallamennskunni gætu sumir sagt. Aðrir gætu sagt að með þessu væri verið að auðvelda aðgengi að fjöllunum. Við sem erum frísk og vílum ekki fyrir okkur að ganga upp Esjuna án aðstoðar keðja og annarra hjálpartækja finnst þetta etv. bráðasti óþarfi en hér vaknar áleitin og sígild spurning – í hversu miklum mæli eiga fjöll og þar með talin náttúran í heild að vera laus við allar mannasetningar? Er keðja á Esjunni t.d. í eðli sínu öðruvísi en skáli og kamar á fallegum og ósnortnum stað? Og hvað með umferð fólks á fjöllum yfir höfuð? Ættu fjöllin ekki einfaldlega að vera friðuð með öllu?

Ég er þeirrar skoðunar að sem flestir geti átt þess kost að njóta þeirrar stórkostlegu reynslu að ganga á fjall. Þó það kosti eina eða tvær tröppur eða nokkrar keðjur sem gætu farið í taugarnar á manni. Ég geri amk. ekki kröfu um að fjöllin séu eingöngu til fyrir mig á ákveðnu æviskeiði og/eða sem passa líkamlegu atgervi mínu á ákveðnum tíma. Við getum jú öll lent í slysi hvenær sem er og bæklast en haft sama áhuga á fjöllum eftir sem áður. Slæmt að dæmast úr leik með öllu. Þeir sem eiga draum um að fara á fjall eiga að mínu mati að geta látið hann rætast. Oft þarf ekki mikið til að leyfa fólki að láta drauma sína rætast. Bara ein keðja og tvær tröppur.

Og annað: Esjan er margfótum troðin og því liggja ákveðin sjónarmið að vera með framkvæmdir þar. Og ekki er annað að sjá en þær séu afturkræfar ef út íþað er farið.