Re: svar: tindurinn Einbúi

Home Umræður Umræður Almennt tindurinn Einbúi Re: svar: tindurinn Einbúi

#48777
0703784699
Meðlimur

jú GIMP lærði gildi þess að kunna örnefni þennan örlagaríka dag á ferð sinni með Skúla, sérstaklega í ljósi þess að skyggni var varla lengra en út nefið á mér allan daginn.

En það sem Gimp vildi bara koma á framfæri hér að ofan var hve fáránlegt það er að læra örnefni sem eru kannski ekki til/þekkt/skráð/ eða heita eitt þennan daginn og annað hinn daginn. Ég vil bara benda á það að þetta er einungis umræða um eitt örnefni af þúsundum.

Já þú segir það að örnefni þjóni þeim tilgangi að vita hvað maður er að tala um þegar maður lýsir landinu!!!! Um páskana var þá farið á Eyjafjallajökul, Hæsta tindinn á Eyjafjallajökli eða farið á Skóga, keyrt upp fimmvörðuháls þar til tekin voru upp skíði og gengið í suður til skála Ferðafélagsins (djö man ekki hvað hann heitir), eftir hryggnum að Innri og Fremri Skoltum síðan að Goðastein, loks Guðnastein og allt þar til við toppuðum Hámundur (hæsti tind jökulsins 1660m), sem eru klettarnir sem standa uppúr börmum öskunnar (lítill sigketill) sem er um 2-2,5 km í þvermál. Ég myndi segja að ég hefði farið á Eyjafjallajökul en þú? Ég er ekki viss hvaða tind ég fór á sökum skyggnis.

Gimp mun hér eftir leggja sig allan við til að læra örnefni sem á vegi hans verða sem og fuglaheiti, blómaheiti, jarðefni, grjótategundir, fornar sögur og annað sem tengjast þeim stöðum sem ferðast er á, og þegar því markmiði hefur verið náð er Gimp orðinn hrumur og gamall kall sem getur ekki hreyft sig en KANN að segja sögur og staðháttalýsingar, já og þá getur hann líka komist klakklaust í gegnum Leiðsögumannaprófið = setið frammí rútum og blaðrað stanslaust um allt og ekki neitt.

En þá spyr ég, leið sem tekur t.d. 1-4 daga að labba getur talið yfir 100 örnefni, hvar set ég mörkin við hvað á að læra? Allt eða ekkert? og hvað með allt hitt sem ég þarf líka að læra á lífsleiðinni, t.d. nöfn höfuðborga allra landa í heiminum, fjöll úti heimi, klifurleiðir, nöfn klifrara osfrv…svo ekki sé minnst á að læra fuglaheitin á íslensku, ensku, latínu ofl slíkt…sem betur fer erum við öll misjöfn og veljum mismunandi leiðir og ég valdi mér ekki þá leið að vera örnefnasérfræðingur (vonandi verð ég snillingur í einhverju öðru). Mikilvægi þessa að kunna örnefni t.d. við björgun er jú mikilvæg, en þegar skyggni er EKKERT þá gagnast það lítið og það er til GPS sem virkar fínt og svo er alltaf gott að vera með kortið við hendina svo maður þurfi ekki að leggja öll þessi djö..ands…nöfn á minnið!!!!!!

Gimp er ekki þeim hæfileika gæddur að heyra e-ð einu sinni og kunna það eftir það. Gimp kappkostar við það að hafa gaman af hlutunum, hann lærir það sem honum finnst spennandi og skemmtilegt og er ekkert að láta hitt vesenast f. sér. Mér finnst líka svo gaman að ferðast með félögum sem eru vel að sér í staðháttum og geta boðið uppá fróðleik og kennslu, ég reyni að leggja mitt af mörkum hvað annað varðar…….

kv.Gimp

PS: GIMP er langskólagenginn og hafði mikið á móti próflestri sem jú einskorðast við utanbókarlærdóm, og held ég að það að læra örnefni minni of mikið á þá hræðilegu lífsreynslu sem próflestur er og verður!!!!