Re: svar: tindurinn Einbúi

Home Umræður Umræður Almennt tindurinn Einbúi Re: svar: tindurinn Einbúi

#48767
1410693309
Meðlimur

Líklega verð ég að gangast við því að hafa notað „Tinds“ nafnið í gestabókinni. Verð einnig að viðurkenna að ég hef ekki heyrt örnefnið „Einbúi“ áður. Hef hins vegar heyrt frá Magga Hall. að Hornklofi heiti með réttu Gígjarhorn sem er rökrétt nafn. Að því er ég kemst næst er höfundur margra örnefna í fjöllunum Guðmundur frá Miðdal og þeir Fjallamenn (sbr. t.d. Haki, Saxi, Búri og Hornklofi). Var þá gengið út frá því engin nöfn væru fyrir hendi sem ekki var rétt í öllum tilvikum. Landslagið væri lítils virði ef það héti ekki neitt …
Kv. SM