Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn – aftur Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

#51974
1704704009
Meðlimur

Ég fullyrði að það ríkir fullkomin velvild milli Ísalp og FÍ.
FÍ hefur reynst klúbbnum mjög vel og ég vitna um að Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri og Ólafur Örn forseti eru frábærir menn sem hafa sýnt Ísalp óeigingjarnan áhuga.
Mér finnst falla heldur kuldaleg og óverðskulduð orð í garð FÍ hér á þessum síðum.

Þetta mál snýst um málefni Ísalp. FÍ hefur ekki unnið sér til sakar með því að leggja fram kauptilboð. Klúbburinn á að ræða hvernig hann vilji bregðast við kauptilboðinu en vera ekki að gera FÍ upp hugsanir.

FÍ er gífurlega öflugt félag og gerir hlutina vel. En það er ekki þar með sagt að Ísalp geti það ekki líka með kofann sinn litla. Látum reyna á það. En gagnrýnum sjálfa okkur á þeirri vegferð – ekki FÍ.