Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn – aftur Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

#51979
1908803629
Participant

Til upplýsinga mun stjórn Ísalp funda bráðlega þar sem svör við þessum fjölmörgu spurningum verður vonandi svarað.

Annars vona ég að félagsmenn átti sig á því að hvatinn á bak við þessar tillögur var einn. Það er að bæta aðstöðu félagsmanna í skálanum til frambúðar. Þetta tilboð frá FÍ var lausn sem við töldum mjög fýsilega og bárum því undir ykkur félagsmenn. Við töldum tímann nægan til ákvarðanatöku en hann hefur greinilega farið eitthvað fyrir brjóstið á mörgum og furðulega margar samsæriskenningar hafa læðst á yfirborðið á mjög skömmum tíma.

Ég er ánægður hve virk umræðan hefur verið enda fátt mikilvægara. En á sama tíma hvet ég félagsmenn til þess að taka þátt í málefnalegri umræðu og nálgast umræðuna út frá því sjónarmiði að bæði stjórn Ísalp og stjórn FÍ hefur einlægan vilja til þess að gera hlut félagsmanna Ísalp sem bestan. Hugsanlega er þetta ekki besta lausnin sem við lögðum til en það kemur í ljós að lokum. Sjálfur hef ég mikla trú á þessari aðkomu FÍ og tel hana veita skjótastan ávinning og jafnframt langtímalausn.