Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn – aftur Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

#51978
0312487369
Meðlimur

Lokainnlegg frá mér hér á spjallsvæðinu:

Málið er greinilega í höndum stjórnar og svo félaga þegar hér er komið, eftir miklar umræður á netinu, og vissulega eðlilegt að gerð sé ljós grein fyrir helstu atriðum þess svo allir séu með á nótunum.

En tvennt verður þó að árétta. Hið fyrra er þetta: Menn velta fyrir sér virði skálans og tengja það breyttum viðhorfum og auknu verðmæti útivistarsvæða. Ég get ekki betur séð en virði skálans sem slíks sé lágt vegna þess að hann er gamalt og lítið bárujárnshús í varla meðalásigkomulagi. Sögulega verðmætið er ekki hægt að hengja verðmiða á. Skálanum fylgir ekkert land þannig að kaup eða sala þessarar eignar hefur ekkert með verðmæti útivistarsvæða að gera (raunar veit ég ekki hver gaf leyfi fyrir byggingu hans 1945). Á tilvist hans hvílir aðeins hefðarréttur og hann getur ekki tryggt neinum aðgengi að Tindfjöllum umfram það að hann og aðeins hann er notendum opinn meðan eigandinn vill og skálinn stendur, líkt og gildir um flesta aðra fjallaskála og sæluhús. Hér er ekkert að framreikna eða meta til landvirðis. Eigendur hinna skálanna ráða engu í Tindfjöllum að því að ég best veit.

Hitt atriðið varðar þessa tilvitnun í innlegg hér að framan:

„FÍ er ekki að hugsa um hag ÍSALP í þessu máli né fjallamanna, heldur að geta selt í sínar ferðir….Held að FÍ sé frekar að falast eftir svæðinu/landinu en sjálfun skálanum sem er nú ekki ýkja stór.“

Vandséð er á hverju þessi tortryggni og vissa fyrir illum tilgangi FÍ hvílir (þetta mál snýst greinilega um meira en ÍSALP og innri mál klúbbsins). Ef hún byggir á þeim misskilningi að eigandi skálans eigi land í Tindfjöllum eða að hann geti með notkun skálans ráðið fyrir heilu útivistarsvæði, er skiljanlegt að menn sjái ofsjónum yfir svona vistaskiptum Tindfjallaskála – einkum ef FÍ er gert að holdgervingi græðgisvæðingar og sérhyggju.
Þakka fyrir mig.

Ari Trausti