Re: svar: Tindfjallaskálinn

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn Re: svar: Tindfjallaskálinn

#51939
1709703309
Meðlimur

Merkilegt að heyra fólk aknúast yfir kostnaði vegna skálanna. Undirritaður var gjaldkeri klúbbsins til nokkurra ára og hefur krufið tölurnar, það hefur lítið farið fyrir þeim í þessari umræðu.

Niðurstaðan er sú að skálarnir hafa fært klúbbnum á árunum 2003-2006 tekjur umfram gjöld ca. kr. 49.000,- Þá er ég búinn að taka út styrkinn 2005, kr. 300.000 (kr. 89.340 búið að nota af honum) en ef ég hef hann inni þá er staðan sú að tekjur umfram gjöld eru ca. kr. 260.000,-

Fjárhagslegar forsendur geta því varla verið ástæðan.
Klúbburinn átti semsagt óráðstafað í byrjun þessa árs kr. 210.000,- til framkvæmda í skálum og digran sjóð sem mætti alveg sjá svolítið af til viðbótar. Styrkurinn var skuldbundinn til framkvæmda í skálanna annars verður að greiða til baka af honum.

Rétt er kannski að minna á að skv. fasteignamati í síðasta ársreikningi þá var Bratti metin á kr. 3.895.000,- til að hafa einhvern samanburð við kr. 500.000,- sem klúbbnum hefur verið boðinn fyrir þennan sjaldgæfa arkitektúr, aðgengi að fjölbreyttu landslagi og veðravíti.