Re: svar: Tindfjallaskálinn

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn Re: svar: Tindfjallaskálinn

#51934
Sissi
Moderator

Það skrifast nú á mig ef það var eitthvað drasl þarna inni, en ég sópaði skálann, þurrkaði af borðum og úr glugga, reisti við allar dýnur, tók léttan snúning á eldhúsinu, kvittaði í gestabók og taldi mig vera að skilja betur við en þegar ég kom að skálanum. Bar einnig fullan poka af drasli úr skálanum (ekki okkar) labbandi niður.

Ekki veit ég hvar snjórinn og matarleyfarnar leyndust (í eldiviðargeymslunni kannski?) eða hvort þetta er hefðbundið Ársælsdiss svona fyrir flugeldana.

En það voru bara tveir Ísalparar í skálanum um helgina, engir Ársælsmenn.

Sissi