Re: svar: Þriðjudagur í Múlafjalli

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Þriðjudagur í Múlafjalli Re: svar: Þriðjudagur í Múlafjalli

#52442
Siggi Tommi
Participant

Já, þetta var hressandi.
Það hlaut að koma að því eftir næstum 4 vetur (eða hvað það er nú orðið) af farsælum, falllausum ferli að maður tæki smá dýfu.
Þetta gat nú ekki verið á betri stað, tók þessa 5m í alveg hreinu falli þannig að tjónið var bara andlegt…

Annars á ég nú alveg að þola það að missa lappirnar eins og ég gerði þarna en það er svona með þetta fetlaleysi, það eru engin hjálpardekk ef maður klúðrar. Var orðinn eitthvað pumpaður eftir tesopann í Íste og var í einhverju sveiflurugli í kertuðu gumsi í miðju fossins.

Jæja, maður verður alla vega ekki sakaður um að hafa ekki gefið sig allan í þetta. Bara gott að sleppa óskaddaður frá svona og gott að vita að skrúfurnar halda þegar maður fer á flug.