Re: svar: Þilið á lau

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður? Re: svar: Þilið á lau

#52047
Siggi Tommi
Participant

Þetta var klárlega með allra bestu ísleiðum sem ég hef farið.
Flokkast með leiðunum sem ég fór í Köldukinn á festivalinu í fyrra.

Hræðsluelementið var meira en líkamlegur erfiðleiki þennan daginn, þó þetta hafi vissulega verið strembið og í tæknilegri kantinum. Alls ekki jafn slæmt og það leit út að neðan…
Þurfti verulega að beita hugmyndafluginu til að finna leið í gegnum þennan frumskóg af regnhlífum.