Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Aðstæður? › Re: svar: Þilið á lau

GUÐJÓN Snær aldeilis vígalegur þarna með blóðuga kinn. Þetta var þó ekta klifursár. Ólýsanleg afbrýðissemi blossar upp í manni.
Eitt sinn hitti ég gamlan félaga í sundi og heilsaði honum með handabandi en kveinkaði mér snarlega undan kröftugu handtaki hans.
Honum snarbrá.
„VARSTU í einhverju klifri?“ spurði hann og skammaðist sín yfir meðferðinni á særðum „klifrara“.
Engin leið er að lýsa því samviskubiti sem hefur nagað mig æ síðan vegna svarsins sem var JÁ!
Staðreyndin var hinsvegar sú að ég hafði bara reitt allhátt til höggs gegn geitungi í stofuglugganum. Barði ég þvínæst af alefli og brákaði hendina auðvitað á gluggakistunni. Og það versta var að ég HITTI ekki einu sinni fluguna.