Re: svar: Það er komið nóg!

Home Umræður Umræður Almennt Er ekki komið nóg? Re: svar: Það er komið nóg!

#50342
2502614709
Participant

Við eigum að fela stjórninni að gera góða ályktun um þetta og fjölmenna á næstu mótmæli gegn þessu. Það er löngu komið nóg og hegðun manna í þessu brölti öllusaman verið til vansa. Þetta er allt á útsölu við vitum ekkert hvað raforkan er seld á. Ég hef verið duglegur að hjóla undanfarið en mengun í Reykjavík fór 2 daga í þessari viku yfir hættumörk. ísland best í heimi hreint loft besta vatnið o.s.frv. my ass. Í nágrenni borgarinnar eru 2 stór álver annað nýstækkað hitt að fara í stækkun (nema Hafnfirðingar standi í lappirnar), járnblendiverksmiðja og svo á að byggja rafskautaverksmiðju á Katanesi… Álver í Helguvík, Húsavík. Á hverju er þetta lið eiginlega það þyrfti að rassskella það duglega- hvað maður er orðinn þreyttur á hinum heiladauða forsætisráðherra og hans aftaníossum. Svo þarf að stoppa þessa gæja sem vilja malbika Kjöl. Sprengja upp brýnar á Seyðisá og standa vörð um restina af landinu. Við þurfum ekki að virkja meira eða byggja fleiri álve, nóg er komið. Þeir mættu hins vegar alveg leggja járnbraut sem gengi fyrir rafmagni svo við losnum við þessa trukka af þjóðvegunum. Það hlýtur að borga sig ef við hugsum svona 150 ár fram í tímann en ekki bara 4.