Re: svar: — TELEMARKHELGI 2007 —

Home Umræður Umræður Skíði og bretti — TELEMARKHELGI 2007 — Re: svar: — TELEMARKHELGI 2007 —

#50883
Sissi
Moderator

Ég skrifa nú undir þessum telemark-perra þræði til að spjallborðið hreinlega springi ekki undan nýjum þráðum. Ætla samt ekki að tilkynna þátttöku né staðfesta lygar í þeirra norðanmarða.

Hver hefur ekki fallið fyrir línum á borð við: „Rosalegt púður og sól veeenur.“

Svo er keyrt norður og þá heyrist: „Heeefðir átt að vera hérna í gær veeenur.“

…eeeeen – gerði góða ferð í Bláfjöllin í kveld með Óla Júl og fleiri góðum mönnum í Saumó. Í gilinu er búið að troða eina línu upp sem er prýðileg til göngu og allt gilið er bókstaflega að drukkna í eðal púðri. Frostið niðri var um -12°, og sæmilegt logn í gilinu.

Nóg af grjóti í troðarafarinu, en í 2 unaðslegum ferðum náðum við bara hreinlega ekki að finna neitt slíkt. Púðrið eins og hveiti.

Príma aðstæður, gó for itt.

Siz