Re: svar: Sunnudagsmontið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Sunnudagsmontið Re: svar: Sunnudagsmontið

#52389

Við Skabbi prófuðum einhverja örmjóa línu sem er við hliðina á Paradísarheimt, sem sagt ekki Skoruna heldur einhverja leið sem liggur upp hornið hægra megin við hana.

Ég var komin 15-20 metra upp leiðina þegar að frekar óskemmtileg hrunsería byrjaði niður leiðina okkar sem einhverskonar mjó rás upp klettinn. Nokkrir molar í handboltastærð flugu framhjá hausnum og þá sagði ég stopp.

Skoran var megablaut, ekki bara fyrsta spönn sýndist okkur. Svo var hrun í Paradísarheimt ekki til bæta sjálfstraustið.

En Eyjafjöll er mega flott svæði. Skelli myndum af tilþrifum strákana inn á netið við tækifæri.

Ági