Re: svar: Stuð í Stardalnum?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Stuð í Stardalnum? Re: svar: Stuð í Stardalnum?

#50609
Gummi St
Participant

Sælir og takk fyrir ábendingarnar..

Ég vill kannski byrja á að taka það fram að ég var sjálfur ekki í þessari tilteknu ferð, þar sem ég var staddur í Kerlingafjöllum og get því ekki svarað fyrir þetta tiltekna atvik.

En þetta er auðvitað dáldið crazy, og ég efast stórlega um að þetta hafi verið svona fyndið eins og greinin sem Addi skrifaði gaf til kynna, en hvað veit maður..
Við erum búnir að vera að þræða Valshamarinn dáldið undanfarið, bæði með dóti og án. Þetta togaði eitthvað í þá pilta að fara þangað í dótaklifur og þetta var útkoman.

Ég veit nú til þess að umræddur aðili keypti sér leiðarvísi, en ég veit hinsvegar ekkert um hvort hann hafi verið notaður eða hvað, en allavega má auðvitað draga lærdóm af þessu og ein af meginástæðunum að ég heimilaði birtingu á þessu var að fá svona comment og líka kannski svoldið til að aðrir sem eru í þessu fái að vita að þetta er ekki hættulaust.. en alls ekki til að meina að einhver sé „stoltur“ yfir þessu eða að þetta hafi verið „skemmtileg lífsreynsla“ eða eitthvað í þá áttina!

Ekki hika við að spyrja ef það er eitthvað, ég bendi þeim á ykkar comment sem ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið!

Ég held nú reyndar líka að margir eigi sambærilegar reynslur sem þeir liggi mjög fast á, en það er örugglega mjög viðkvæmt umræðuefni.

bestu kveðjur,
Gummi St.