Re: svar: Stuð í Stardalnum?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Stuð í Stardalnum? Re: svar: Stuð í Stardalnum?

#50608
AB
Participant

Af myndunum að dæma gerist þetta í vestari hnjúknum. Þar hafa nýlega verið boltaðar nokkrar leiðir en þar eru engar skráðar dótaleiðir og bergið ekki mjög hentugt til slíks klifurs, sérlega ekki í samanburði við Stardalshnjúkinn sjálfann.

En það virðist vera svo gaman hjá Fjalla-Teaminu að þeir geta meira að segja hlegið dátt, sekúndum eftir að þeir sleppa naumlega við stórslys eða dauða, sbr. frásögn á téðri síðu.
Sumir tapa bara aldrei gleðinni! Það er samt vissara að tapa ekki lífinu. Leiðarvísar geta komið þar að gagni.

Annars held ég að það sé furðulega algengt að byrjendur haldi að vestari klettaborgin sé aðal klettasvæðið. Man að ég fór þangað í fyrstu ferð í Stardal og hef heyrt af fleirum gera sömu skyssu.

AB