Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifur › Re: svar: Stóri svarti kletturinn við Borgarnes – og annað skemmtiefni
Sælt veri fólkið
Gaman að heyra að það sé alvöru vetur á Íslandi og að menn séu duglegir að nýta sér hann en sérstaklega fannst mér gaman að þessari meitluðu staðháttalýsingu hjá Ívari „Stóri svarti kletturinn við Borgarnes“, þetta er miklu skemmtilegra til aflestrar heldur en „500m vestan við Þrymkarshlíðar í þriðja gili, annað kerti austanmegin frá…“.
Biðja menn að taka upp lýsingar að hætti Ívars. Glæsilegar leiðir sem menn hafa verið að fara.
Tek undir með Steppo að í hitabylgjunni í sumar þegar við ókum Berufjörðinn þá var annar hver klettur blautur og mótaði fyrir margri álitlegri línunni.
Annars er það að frétta héðan úr Skotlandi að í fyrirbænatímum í hefur verið mælst til þess að biðja eftir vetri. Hér eru litlar aðstæður á skoskan mælikvarða, en „aðstæðumörkin“ í þeim kvarða liggja allnokkru neðar en á Íslandi og menn vaða af stað ef heyrst hefur af næturfrosti. Átti samt þess kost að komast í klifur rétt fyrir jól þegar af miskunsemi var smellt í vetur-ham, þetta var sérstök upplifun að fara í ísklifur og þar var leitun að ísnum – meira „torque ‘n’ turf“ eins og það kallast hérna. Og líka hvað þeir þurfa að vakna djöfullega snemma til að leggja af stað. Hlakka til þegar næst gefur á bátinn.
Fyrir áhugamenn um telemark og þá sérstaklega „innanhús“ telemark, þá mun ég flytja fréttir af ævintýrum mínum við mörkun í stærstu „innanhús skíðahöll“ í evrópu sem er staðsett hérna í Edinborg. Sófaskíðamenn gætu glaðst yfir slíkum fréttum.
Góðar stundir, ekki von um að maður öfundi menn af vetrinum heima
Halli