Re: svar: Stóri Bróðir

Home Umræður Umræður Almennt Stóri Bróðir Re: svar: Stóri Bróðir

#51636
2208704059
Meðlimur

„Tetra er ekki að gera sig í þarna í fjöllunum fyrir austan. Þarna uppfrá var GS
M að koma betra út heldur en þetta Tetra drasl.“

Athugasemd við skrif Ágústs um Tetra:

Þetta er alveg rétt og þarf ekki að koma neinum á óvart. Öll kerfi þurfa senda.
GSM kerfið væri líklega ekki að gera mikið ef sendarnir væru færri eða engir.
Til allrar lukku er töluvert mikið eftir af sendum og það er væntanlega sjálfsag
t að reyna að covera þetta erfiðasta fjallasvæði landsins með einhverju af þeim.
Það sem þú kannski veist ekki er að td. ég, gat hér heima í Reykjavík fylgst með
öllum VHF fjarskiptum á svæðinu vegna þess að þeim var endurvarpað í gegnum TET
RA. Sem stjórnanda minnar sveitar leið mér mun betur að heyra „mínar raddir“ öð
ru hvoru.
Þar sem stöðvarnar voru í sambandi byrtust leitarhóparnir strax á skjá leitarstj
órnar sem er gríðarlega mikilvægt, jafnvel þó að það sé bara punktur og punktur
á stangli.

Ég ætla að óska öllum sem tóku þátt í aðgerðinni til hamingju með frábæra frammi
stöðu en jafnframt að vona að menn beri gæfu til þess að skjóta ekki í kaf frábæ
rt öryggiskerfi sem enn er í uppbyggingu.

Hlynur Skagfjörð Pálsson Hjálparsveit skáta Reykjavík.