Re: svar: Stóri Bróðir

Home Umræður Umræður Almennt Stóri Bróðir Re: svar: Stóri Bróðir

#51632
Anonymous
Inactive

GSM símasamband er á mjög mörgum stöðum þarna á þessum stað. Ég stóð uppi á Neðri Dyrhamri og talaði í síma og var fínt samband. Það sama eru um allan Svínahrykkinn og meira. En það væri mjög gott að koma upp GSM sambandi lengra upp fyrir ofan brún. Það væri mikill fengur í því. Mér finnst að það ætti mikið frekar að gefa mönnum kleift að leigja fyrir sanngjarnt gjald Tetra fjarskiptstöðvar og þá er hægt að ferilvakta menn þ.e. sjá hvar þeir eru nákvæmlega(ef þeir kveikja á stöðinni). Það væri mikið öryggisatriði að hafa slíkt og einni að geta sparað stórpening í leit af mönnum ef eitthvað kemur fyrir. Ég er hins vegar á móti tilkynningarskyldu íslenskra klifrara þarna.
Varðandi leitina mundi ég persónulega einbeita mér af Hrútfjallstindum og stöðum þar sem klifur er mögulegt því það er líklegast að um klifurslys hafi verið að ræða þó margir aðrir möguleikar séu í stöðunni. Mér finnst harla ólíklegt að þeir hafi dottið í sprungu þó ekki sé hægt að útiloka slíkt. Ég er nú búinn að þræða þetta svæði fram og til baka þetta árið og þekki það orðið ansi vel. Þarna eru margar hættur þó svo að fjölmiðlar séu andi iðnir við að spenna þetta upp og gera þetta mikið hrikalegra en það er.
Olli