Re: svar: Stiftamt

Home Umræður Umræður Almennt Bolta eða ekki Framhald Re: svar: Stiftamt

#49735
Ólafur
Participant

Fékk mér labbitúr þarna uppeftir í vikunni að skoða og hitti reyndar fyrir Robertino og félaga. Kíkti reyndar á þetta svæði fyrir mörgum mörgum árum og klifraði eina leið og tvær eða þrjár línur í toprope. Ég held að það hafi líka verið klifraðar þarna nokkrar leiðir fyrir löngu síðan en veit ekki til að það hafi verið skráð. Þ.a. svæðið er ekki alveg nýtt.

Svæðið stenst ekki samanburð við „gamla“ Stardal en vissulega má klifra þarna nokkrar leiðir … og bolta. Ég sá ekki betur en að það sé vel hægt að klifra þarna með dóti en etv eru sprungurnar ekki eins góðar til trygginga og í Stardalnum. Sprungurnar í vestara þilinu sýndist mér samt vera einfalt að tryggja náttúrulega.

Ef menn vilja endilega setja upp boltað svæði þarna þá er mér sama. Þetta svæði á sér ekki hefðir og sögu eins og Stardalurinn. Það breytir samt ekki því að það er vel hægt að klifra þarna flestar augljósustu línurnar og tryggja með dóti.

ÓliRaggi

ps. Setti inn nokkrar myndir af „nýja“ svæðinu á http://netlab.ru.is/gallery/stiftamt