Home › Forums › Umræður › Almennt › Steve House › Re: svar: Steve House

-Já spurningaþátturinn fór kannski ekki eins og best verður á kosið en Steve vildi sjálfur að showinu væri slúttað eftir að hann hefði lokið sínu erindi, svo gæti fólk komið upp að honum eftir á til að spjalla og spyrja. Þá var hann að hugsa til fólksins í salnum sem var búið að fá nægju sína og/eða þá sem voru tímabundnir og hefðu ekki viljað standa upp og fara til að sýnast ókurteisir. Þess vegna bað hann um að þetta yrði gert svona.
Annars vona ég að þetta verði ekki það sem situr í mönnum eftir sýningu á borð við þessa.
Hann er engu að síður tilbúinn að svara öllum spurningum þannig að ef spurningar gærdagsins sitja ykkur enn í fersku minni þá megið þið endilega pósta þeim á freyr_ingi@hotmail.com
Ég tek þær síðan saman og útbý lítinn pistil.
Góðar stundir