Re: svar: Stardalur. Minningin ein.

Home Umræður Umræður Klettaklifur Stardalur. Minningin ein. Re: svar: Stardalur. Minningin ein.

#48842
Sissi
Moderator

Hvað er með þetta „malbika hálendið“ og „hamborgarasjoppu í Þórsmörk“ kjaftæði? Kemur það málinu við? Kúbein og guð má vita hvað.

Hvernig væri að í stað þess að menn sitji fyrir framan tölvuskjái myndu þeir:

1) Fara og kústa helvítið – það hlýtur nú að mega?

2) Setja upp nokkra toppbolta – það er bara öryggismál, eykur traffík og ætti ekki að trufla neinn sem vill búa til megintrygginu sjálfur.

Ég nenni ekki að hætta mér út í hina sálmana, sálma satans, en mér finnst ágætt hjá Palla að hrista upp í mönnum með þetta við og við. Það að geta ekki rætt þessa hluti á málefnalegu nótunum er einfaldlega asnalegt.

Það er sjálfsagt enginn að tala um einhver spjöll þarna á þeim leiðum sem eru fyrir / potential leiðum.

Vantar eiginlega lögfræðilegt álit frá Skúla hvort rétt sé að beita gagnályktun á að aldrei verði boltað þarna, þ.e. að toppankeri falli undir klausuna, eða að aðeins sé rætt um millitryggingar og skýrt þá út frá anda laganna, þ.e. að toppankeri séu í lagi.

Meiri traffík um Stardal => fleiri klifra => fleiri þekkja svæðið => betra fyrir klifursamfélagið og betra fyrir varðveislu svæðisins.

Þar af leiðir: [Traffík = góð]

Einnig má bæta við: Einhver setur í kunnáttuleysi upp lélegt teip, dettur á hausinn og drepst = slæmt.

Vona að þetta sé ekki of flókin stærðfræði fyrir neinn.

Kústum hamarinn og dúndrum svo upp nokkrum toppboltum þarna – þaggi? Ég mæti, get samt verið sjálfur á bíl ;)

Sissi – as softcore as they come