Re: svar: Stardalur. Minningin ein.

Home Umræður Umræður Klettaklifur Stardalur. Minningin ein. Re: svar: Stardalur. Minningin ein.

#48845
AB
Participant

Sanngjarnt? Slæm röksemd. Mér finnst heldur ekki sanngjarnt að bara Bjössi, Hjalti og Valdi geti klifrað Sláturhúsið 5.13b á Hnappavöllum, en ekki ég. Ég er að hugsa um að mæta með meitil og hamar og stækka gripin svo ég geti þetta líka, annað er ekki sanngjarnt. Þetta myndi líka auka traffík í þessa flottu leið.
Af hverju þarf allt að vera aðgengilegt fyrir alla? Þó að margir ráði ekki við að klifra dótaleiðir, nenni því ekki eða þori er ekki þar með sagt að við eigum að breyta náttúrunni til að auðvelda þeim að njóta líka. Þaðan kemur þessi röksemd Sissi. Það er eðlilegt að fólk sem vill stunda klifur leggi það á sig sem þarf til að geta klifrað á tilteknum svæðum. Klifur er ekki fyrir alla, frekar en fótbolti, fallhlífastökk, boccia og snóker. Enginn kemst í landsliðið í fótbolta án þess að æfa sig og leggja eitthvað á sig, er það?

Ég er hlynntur því að setja boltuð sigankeri á nokkrum stöðum í Stardal, slíkt auðveldar niðurferðir og stríðir ekki gegn eðlilegu klifursiðferði.

Kv, Andri