Re: svar: Snjóalög í Botnsúlum

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Snjóalög í Botnsúlum Re: svar: Snjóalög í Botnsúlum

#52349
0203775509
Meðlimur

Laugardaginn var gengum við á gönguskíðum Leggjabrjót, frá Þingvöllum í Botnsdal. Það var víða lítill snjór á hryggjum og melum, en þó áberandi meiri snjór nær Þingvöllum heldur en Hvalfirðinum. Á gönguskíðum er hægt að læðast yfir þunnan snjó en eflaust eru einhverjar góðar lænur og gil sem má renna sér í í Botnssúlunum sjálfum.

Á sunnudaginn tók eflaust eitthvað upp af snjónum en svo hefur verið einhver éljagangur og bætt aftur í sem hefur svo væntanlega aftur skafið burt í norðanáttinni.