Re: svar: Skálar

Home Umræður Umræður Almennt Skálar Re: svar: Skálar

#52497
Karl
Participant

Umræðan um skálamálin má ekki snúast of mikið um skálana sjálfa.
Umræðan þarf líka að snúast um það HVORT Ísalp vilji eiga skála Í Tindfjöllum, HVERJIR taki verkið að sér og síðast en ekki síst HVERNIG við ætlum að REKA skála.

„30. nóv. 2007 01:30
Karl Ingólfsson skrifar :: ÍSALP

Það að fjallaskálar séu opnir og notendur greiði gistináttagjald er kerfi sem gengur ekki upp. Viðurkenningin á þessu er augljós, -Í dag eru allir skálar læstir, nema stóru skálarnir að sumri þegar rukkað er við innganginn.
EF klúbburinn ætlar að gera út góðann skála í Tindfjöllum, þá verður að huga að því hvernig hann er leigður út:

-…….Byggður verði nýr skáli í sömu mynd og sá gamli.
Skálinn verð byggður og fullgerður í Reykjavík og fluttur tilbúinn á staðinn.
Skálinn verði leigður félagsmönnum á föstu verði. Ef við byggjum vistlegann skála má ætla að hann sé bókaður 20 helgar á ári. Helgarleiga þarf því að vera á bilinu 15-20.000 til að skálinn reki sig sjálfur til framtíðar. Einnig má fara milliveg og hafa e-h „lyklagjald“ sem væri föst upphæð og að auki komi hausagjald.“