Home › Umræður › Umræður › Almennt › Skaftá í Langasjó – ekkert kjaftæði › Re: svar: Skaftá í Langasjó – ekkert kjaftæði
Væri þá ekki tilvalið fyrir Ísalp að algjörlega sökkva sér í það að ræða þetta frummvarp og reyna að standa fyrir því að benda á smáaletrið og kynna betur þessar falsloforð fyrir almenningi ef þetta á svo að verða að veruleika og væntanlega reyna að kynnda undir umræður í fjölmiðlum, net heim o.s.f.v.?? eða jafnvel standa jafnvel fyrir eitthverskonar mótmæla aðgerðum til að vekja upp ummræðu í þjóðfélaginu.
Það vesta sem við getum gert er að kvarta og kveina hérna á netinu þar sem engin heyrir í okkur. Nú er vert að frekar reyna að beyta sér fyrir því að þetta frumvarp verði breytt (fellt) og ekki láta þetta sleppa undir radarinn hjá almennum borgara. Nú er best að byrja.. áður en það verður um seinan líkt og með Kárahnjúka.
Munið það að öflugasta vopn stóriðju sinna er það að fjölmiðlar þegi yfir þessu. Jú.. það vesta sem fjölmiðlar geta gert er að fjalla ekki um hlutina og láta alla gleyma þessu eða ekki líta nógu vel á það kjaftæði sem fyrir okkur er borið, vanþekking er eitt besta vopn ríkisstjórnarinnar þar sem fáir villja taka afstöðu af eitthverju sem þeir vita ekkert umm.